Ribsafari hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn af vinsælustu afþreyingarkostum ferðamanna í Vestmannaeyjum. Með ferðunum hjá Ribsafari fá gestir tækifæri til að sigla á hraðbát við Vestmannaeyjar og skoða þá einstöku náttúru sem þær hafa upp á að bjóða. Eyþór Þórðarson, einn af eigendum Ribsafari, hefur stýrt rekstrinum frá árinu 2019. Hann segir það vera náttúruna og fuglalífið sem geri upplifunina svo einstaka. „Það sem gerir Ribsafari einstakt og frábrugðið öðru er það hversu nálægt þú kemst náttúrunni og fuglalífinu, fólk bara trúir þessu ekki, þeim þykir þetta svo magnað. Það að fá að sjá fuglana í svona miklu návígi og komast inn í hella er auðvitað ólýsanleg tilfinning og við Eyjamenn gleymum oft hvað eyjan okkar er mikil perla“, segir Eyþór.
Að sögn Eyþórs hefur sumarið farið rólega af stað, eins og oft áður, en hann er þó bjartsýnn á framhaldið. Ribsafari bíður upp á einna og tveggja klukkustunda ferðir. Í klukkustundar ferðinni er farið við út í smáeyjarnar sem eru nálægt Heimaey og kíkt inn í hella sem að engir bátar nema Ribsafari komast inn í, eins og Ægisdyr og Kafhellir. Einnig er kíkt á lundann í sínu náttúrulega umhverfi, ásamt öðru fuglalífi. Í tveggja klukkustunda ferðunum gefst fólki einnig að fá þá upplifun, ásamt auka upplifun og tíma. Farið á fleiri staði eins og Stafsnesið, úteyjarnar skoðaðar og jafnvel farið alveg út í Súlnasker sem er algjör paradís. Ribsafari bíður einnig upp á einkaferðir, lúxusferðir og sérsniðnar ferðir eins og fyrir gæsunar- og steggja hópa. Í dag starfa 15 manns hjá Ribsafari, og leggur Eyþór áherslu á mikilvægi þeirra. „Ég er gríðarlega stoltur af starfsfólkinu okkar. Þau leggja sig fram á hverjum einasta degi og við erum ótrúlega þakklát fyrir þau því án þeirra gætum við þetta ekki“, segir Eyþór að lokum.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.