Það verður væntanlega ekkert því til fyrirstöðu að stórleikur ÍBV og KR geti farið fram í dag, mánudag á Hásteinsvelli. Leikurinn átti að fara fram í gær en vegna veðurs komust KR-ingar ekki til Eyja. Þessa stundina er hins vegar rjómablíða í Eyjum, sól og hægur vindur og samkvæmt veðurspánni á það að haldast þannig í dag.