Í byrjun vikunnar bárust til landsins fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn svínaflensunni sem farin er að stinga sér niður í Vestmannaeyjum. Í Eyjum er búið að bólusetja forgangshópa sem eru heilbrigðisstéttirnar, björgunarsveitir, slökkvilið og lögreglan. Næsti hópur er fólk með undirliggjandi sjúkdóma, eins og lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma og ófrískar konur.