Fyrir skömmu barst Eyjafréttum tilkynning þess efnis að Herjólfur sigli ekki síðari ferð sína í dag. Það er rétt en ástæða þess var sögð vegna veðurs í tilkynningunni frá Eimskip, sem rekur ferjuna. Einhver misskilningur virðist hafa orðið hjá Eimskip því ferðin var felld niður vegna þess að þernur um borð gengu í land til að taka þátt í kvennafrídeginum.