Elísa til liðs við Val
12. desember, 2015
Landsliðskonurnar Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa gengið til liðs við Val en þær komu báðar til félagsins úr sænsku úrvalsdeildinni.
�??Um er að ræða gríðarlegan styrk fyrir kvennaknattspyrnuna í félaginu. Koma þessara sterku leikmanna er enn eitt dæmið um að Valskonur ætla sér á ný í hóp bestu kvennaliða Íslands,” segir í frétt á heimasíðu Vals.
Elísa skrifaði undir eins árs samning en hún kemur til Vals eftir að hafa leikið með Kristianstads DFF undanfarin tvö ár.
Arna Sif skrifaði undir tveggja ára samning en hún spilaði með Kopparsberg/Gautaborg í Svíþjóð á þessu tímabili.
Elísa mun spila með systur sinni Margréti Láru Viðarsdóttur en hún samdi við Val á dögunum. �?á kom Rúna Sif Stefánsdóttir einnig til Vals frá Stjörnunni.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst