Elliði Snær er með fullt hús í liði umferðarinnar
18. október, 2023

Elliði Snær Viðarsson, leikmaður Gummersbach, er vitanlega í úrvalsliði 9. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem kynnt var til sögunnar í gærmorgun, þriðjudag, eftir að síðasta leik umferðinnar lauk á mánudagskvöld.

Ekki er nóg með að Elliði Snær er í liðinu umferðinnar heldur fær hann einkunnina 100, sem er hæsta einkunn sem gefin er. Hann er um leið fyrsti leikmaðurinn á keppnistímabilinu í þýsku 1. deildinni sem fær 100 í einkunn.

Skal fáa undra að Elliði Snær skuli fá fullt hús. Hann var stórkostlegur í sex marka sigri Gummersbach á heimavelli, 37:31, í leik gegn Eisenach á föstudaginn. Eyjamaðurinn skoraði 11 mörk í 12 skotum og átti einnig tvær stoðsendingar fyrir utan að vera allt í öllu í varnarleiknum sem löngum hefur verið hans helsta fag.

Eftir fimm sigurleiki í röð er Gummersbach komið upp í fimmta sæti þýsku 1. deildarinnar með 11 stig að loknum níu leikjum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.