Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði átta mörk í svekkjandi jafntefli íslenska landsliðsins gegn Sviss, á EM í handbolta í dag. Þetta var þriðji leikur liðsins í milliriðli á mótinu.
Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik náði Sviss þriggja marka forystu, 13-10. Ísland náði að minnka munninn aftur í 14-13 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks vann Elliði Snær boltann og náði að jafna leikinn fyrir Ísland í 19-19.
Sviss byrjaði síðari hálfleikinn betur og komst þremur mörkum yfir, 26-23. Íslenska liðið náði hins vegar að minnka muninn í niður í eitt mark, 28-27. Varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á marga fiska og komumst Sviss aftur þremur mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Íslenska liðið gafst þó ekki upp og þegar rúmar tvær mínútur voru eftir var staðan 38-37. Sviss tapaði boltanum á lokamínútu leiksins og Ísland jafnaði í 38-38. Þegar 30 sekúndur voru til leiksloka fékk íslenska liðið tækifæri til að stela sigrinum en það tókst hins vegar ekki. Lokaniðurstaða leiksins 38-38. Ísland þarf því að treysta á að Slóvenar vinni Króata í leik sem hófst kl. 17:00.
Elliði Snær og Orri Freyr Þorkelsson voru markahæstur í liði Íslands með átta mörk hvor.
Ísland spilar lokaleik sinn í milliriðli tvö á morgun gegn Slóvenum kl. 14:30.