„Algerlega fráleitt að halda því fram að rannsókn RNS á ákveðnu atviki geri það að verkum að ekki sé hægt að sigla til Landeyjarhafnar” segir formaður Rannsóknanefndar sjóslysa í bréfi til bæjarstjóra. „RNS getur ekki séð að viðeigandi aðilum ætti að vera neitt að vanbúnaði og leysa þau vandamál sem til staðar eru varðandi siglingar til Landeyjarhafnar eigi annað borð að leysa þau.”