Patrick Ekwall er frægasti íþróttafréttamaður Svíþjóðar og er afar virtur í starfi sínu. Ekwall er staddur í Frakklandi og fylgir íslenska landsliðinu eftir fyrir TV4. Ekwall var á fréttamannafundi Íslands í dag fyrir leikinn við Frakkland á sunnudag. Eftir fundinn gat hann ekki annað en hrósað Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara Íslands og �?mári Smárasyni fjölmiðlafulltrúa KSÍ. ,,Elskaði íslenska blaðamannafundinn. Talað af heiðarleika, visku og með húmor,�?? sagði Ekwall. ,,Heimir Hallgrímsson er magnaður og �?mar Smárason er í heimsklassa.�??