Engin bjórverksmiðja á Vigtartorg

Fjölmargar umsóknir um breytingar og byggingarleyfi lágu fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs síðastliðinn þriðjudag.

Óskað var eftir byggingarleyfi á 260 m2, tveggja íbúða húsi á þremur hæðum að Vesturvegi 25. Einnig á 200 m2 einbýlishúsi að Goðahrauni 4.   Var erindunum vísað til bæjarstjórnar og mælt með að auglýsa tillöguna og setja í grenndarkynningu.

Þá voru samþykkt byggingaráform 4000 m2 atvinnuhúsnæðis í botni Friðarhafnar. Hins vegar gat ráðið ekki orðið við ósk the Brothers Brewery eftir byggingareit á Vigtartorgi fyrir starfsemi fyrirtækisins.

Þá sóttist Alþýðyhúsið eftir stöðuleyfi fyrir bjórsölufám á bílastæði norðan við húsið og afnot af svæði utan lóðar í tengslum við skemmtanahald dagana 2.-6. ágúst 2018. Ráðið gat ekki orðið við erindinu og heimilar ekki afnot af opnu svæði og bílastæðum utan lóðarmarka umsækjanda.

Fleiri umsóknir voru teknar fyrir og má lesa um þær í fundargerðinni á Vestmannaeyjar.is

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.