„Verðskráin hefur ekkert breyst og stærð á bílum sú sama og áður.“ Þetta segir í svari Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. við fyrirspurn Eyjar.net um hvort búið sé að hækka verðskrá ferjunnar.
Forsaga málsins er sú að verið var að taka upp nýtt bókunarkerfi hjá Herjólfi og þar virðast bara allra minnstu bílarnir falla undir fólksbíla-verðið. Þrír viðmælendur Eyjar.net höfðu lent í að þurfa að borga hærra verð fyrir bílinn en áður tíðkaðist.
Hörður Orri hafði einnig fengið slíka fyrirspurn og segir hann að greinilega þurfi að skoða hvað sé að valda þessum ruglingi. „Þetta er einhver misskilngur greinilega.“
https://eyjar.net/enn-verid-ad-misnota-afslatt/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst