Engin slys á fólki en báturinn líklega ónýtur
IMG_5579
Léttabátinn má sjá til vinstri á myndinni. Ljósmynd/Landsbjörg

Eins og kom fram fyrr í kvöld hér á Eyjar.net kom upp eldur í léttabát Herjólfs við reglubundna björgunaræfingu. Á æfingunni var léttabátur skipsins sjósettur og notaður til æfinga. Á miðri siglingu milli Eyja og lands kom upp eldur í vél léttabátsins.

https://eyjar.net/for-i-sjoinn-thegar-kviknadi-i-lettabat-herjolfs/

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að snör viðbrögð áhafnarinnar hafi orðið til þess að eldurinn var slökktur og engin slys urðu á fólki eða tjón á ferjunni, en léttabáturinn er líklega ónýtur.

Þá segir að skýrsla verði unnin um atvikið og tilkynnt til þar til bæra yfirvalda.
„Herjólfur ohf. vill koma fram þökkum til viðbragðsaðila sem brugðust skjótt við.“ segir að endingu í tilkynningu skipafélagsins.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.