Eins og Eyjafréttir greindu frá á miðvikudaginn, er fjárhagsvandi Heilbrigiðsstofnunar Vestmannaeyja orðinn mjög alvarlegur. Ekki verður komist lengra í niðurskurði nema það bitni á þjónustustigi stofnunarinnar en dæmi eru um að ekki hafi verið hægt að leysa út lyf fyrir sjúklinga vegna fjárskorts. Eyjafréttir leituðu svara hjá Velferðarráðuneytinu en þar kemur m.a. fram að ekki standi til að breyta starfsemi Heilbrigðisstofnunarinnar.