Í dag var tilkynnt um skipan í sjö af níu embættum lögreglustjóra. Ekki hafa verið skipaðir lögreglustjórar á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum en báðar stöðurnar verða auglýstar á næstu dögum. Eins og áður hefur komið fram er þetta hluti af breyttri stjórnsýslu en búið er að aðskilja störf sýslumanns og lögreglustjóra. �?annig verða tvær stöður úr einni en búið er að skipa sýslumann í Vestmannaeyjum og mun Lára Huld Guðjónsdóttir taka að sér starfið.