Gríðarleg eftirspurn hefur verið síðustu daga eftir miðum á uppistandið Hláturinn lengir lífið þar sem þau Þorsteinn Guðmunds, Helga Braga og Pétur Jóhann troða upp. Búið er að raða upp sætum fyrir um 700 manns í Höllinni og er uppselt á viðburðinn. Þó er enn möguleiki á að komast yfir miða því ósóttar pantanir verða seldar við innganginn frá klukkan 19.00 í kvöld.