Er niðurstöðum Hafró hallað?
29. júní, 2024
Georg_opf
Greinarhöfundur á miðunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur

Ég hef verið að velta fyrir mér að undanförnu niðurstöðu Hafró varðandi tillögur þeirra um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár og ég er eiginlega furðu lostinn af því, að enginn fréttamaður hafi kveikt á því hversu furðuleg ráðgjöfin er og ef við horfum á aðra sérfræðinga í öðrum stéttum, þá sjáum við t.d. veðurfræðinga vera oft í vandræðum með að spá 3 daga fram í tímann og oft stenst ekki einu sinni sú spá.

Við sáum líka í vetur alla helstu jarðeðlis- og eldfjallasérfræðinga vera komna í hár saman yfir því, hver þróunin yrði í jarðhræringunum í Grindavík, en hér er hins vegar Hafró búið að gefa út áætlaðan þorskkvóta, ekki bara fyrir næsta fiskveiðiár, heldur næstu 3 árin. Ótrúlegt að engir fréttamenn skuli fjalla um þetta.

Mín skoðun er hins vegar sú, að Hafró viti í raun og veru ekkert um stöðu fiskistofnana á Íslandsmiðum og þetta svokallaða togararall sé í raun og veru einhvers konar fálm í myrkri, sem aldrei skili neinu öðru en tilviljanakenndri niðurstöðu, enda segir það sig svolítið sjálft að það að toga á ákveðnum stað á ákveðnum tíma á hverju ári gefur einfaldlega bara þá mynd um hver staðan er á slóðinni á þeim tíma þegar togað er. Ef togað væri viku síðar fengist að sjálfsögðu allt önnur niðurstaða. Einnig verður að hafa í huga að togararallið er alltaf á þeim tíma, amk sum árin, þegar allt er vaðandi í loðnu og fiskurinn því allur uppi í sjó að éta og því algjör tilviljun, hvort að hann steypi sér niður á þeim tíma sem togað er eða ekki.

Gullkarfi. Ráðgjöf Hafró varðandi gullkarfann síðustu 6 árin er gott dæmi um það, hversu algjörlega mislukkað þetta togararall er. Fyrir 6 árum síðan átti á þriggja ára tímabili sér stað mikill niðurskurður á gullkarfa, þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir frá togaraskipstjórum og nú er búið að leiðrétta niðurskurðinn því síðustu 3 árin er búið að auka kvótann í gullkarfa umfram það sem hann var skorinn niður hin fyrri 3 árin, en í rökum Hafró kemur þetta fram:

Að árgangar gullkarfa 2000-2007 eru sagðir uppistaða gullkarfaaflans 2023, en að árgangar frá árunum 2009 séu metnir slakir.

Svo spurningin er því þessi: 

Hefði því gullkarfakvótinn ekki átt að vera meiri fyrri hluta þessara 6 ára, heldur en þessa seinni hluta fyrst að nýliðun í gullkarfa er léleg frá 2009, þeas ef eitthvað er að marka ráðgjöf Hafró.

Afleiðingar

Í sögulegu samhengi er og hefur þorskstofninn á Íslandi sennilega aldrei verið stærri, það sýna aflatölur allt  í kringum landið, það er einfaldlega allsstaðar þorskur, en þar sem við fáum ekki að veiða hann, þá gef ég mér það að ráðherra muni gera eins og fyrirrennarar hennar og fara algjörlega að ráðgjöf Hafró.

En hvað kostar þetta okkur? Fyrir okkur hér í Vestmannaeyjum verður þetta að óbreyttu mikið högg, því að til þess að fæða á aðra milljón tonna af þorski allan ársins hring þá er augljóslega, að öllu óbreyttu, hægt að gleyma öllum loðnuveiðum. Sama gildir um humarveiðar og ömurlegt að horfa upp á myndbönd hjá mönnum sem eru að rista upp stórþorsk, sem er fullur af smáþorsk víða um land.

Áfallið er því mikið. Þetta þýðir líka það að strandveiðar eru í uppnámi og þá sérstaklega ef að spár Hafró rætist um niðurskurð á þorskkvótum eftir næsta fiskveiðiár. Kvótasetning á grásleppu mun klárlega fjölga þeim bátum sem neyðast til þess að fara á strandveiðar, enda mun Hafró gera það sama og þeir hafa alltaf gert við kvótasetningu á nýrri tegund, skera hana verulega niður. Margir munu því selja, enda snérist þetta bara um peninga hjá flestum sem börðust fyrir grásleppu í kvóta og fleiri þorpum mun blæða út í framhaldinu.

En hvers vegna er þetta svona?

Í fjölda mörg ár hef ég heyrt sögur um það að Hafró sé í raun og veru stjórnað af stórútgerðinni og flest vitum við að stjórn Hafró er jú skipuð fulltrúum hagsmunaaðila, en sjálfur hef ég átt svolítið erfitt með að trúa því að þetta sé þannig, en að undanförnu hef ég horft á nokkra ágæta þætti á samstöðinni sem vinur minn, Grétar Mar, er með um sjávarútvegsmál. Nú nýlega voru 2 þættir þar sem hann fékk í sitthvoru lagi einn af æðstu stjórnendum Hafró í settið. Margt var nú skrýtið við málflutning fulltrúa Hafró, en mig rak á rogastans þegar ég heyrði báða þessa aðila tala um það, hversu mikilvægt það væri fyrir íslenskan sjávarútveg að vera með þessa vottun um sjálfbærni til þess að hagsmunaaðilar fengu nú hæstu verðin fyrir afurðirnar, sem og mikilvægi þess að tryggja afkomu og stöðugleika hjá hinum stærstu útgerðum. Að sjálfsögðu var þeim báðum bent á, að Hafró ætta að sjálfsögðu fyrst og fremst að vera að rannsaka stöðu fiskistofnanna, en ekki hvað hagkvæmast væri að veiða fyrir stórútgerðina.

Reyndar var mjög sérstakt í einum þættinum að þar kom fram að í viðtali rétt fyrir aldamótin 2000 við þáverandi formann LÍÚ, Friðrik J. Arngrímsson, tjáði hann sig um það, að sennilega væri hagkvæmast fyrir stórútgerðina að aflaheimildir í þorski væru bara svona ca.+/- 200 þúsund tonn og merkilegt nokkuð, þannig hefur þetta verið síðan þá. Gallinn er bara sá, að þetta kostar okkur þjóðina amk 100 milljarða í tapaðar tekjur á hverju einasta ári.

Niðurstaða

Niðurstaða mín í þessu er því óhjákvæmilega sú að sennilega væri skynsamlegast að leggja Hafró niður í núverandi mynd og taka upp sambærilega aðferð við að mæla fiskistofnana og norðmenn nota t.d. En að óbreyttu eru bara mjög erfiðir tímar framundan í íslenskum sjávarútvegi og lengi getur vont versnað.

 

Georg Eiður Arnarson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst