Það hefur verið erilsamt á móttökustöð Terra undanfarna daga. Ástæðan er að frá og með morgundeginum tekur gildi ný gjaldskrá Terra, þar sem kostnaður fer eftir magni og flokkun úrgangs. Greiða þarf á staðnum við losun.
Hingað til hafa fasteignaeigendur í Vestmannaeyjum sameiginlega staðið straum af kostnaði við sorphirðu og meðhöndlun úrgangs frá heimilum í gegnum sorpgjöld sem eru inni í fasteignagjöldum. Í nýjum samningi Vestmannaeyjabæjar við Terra um rekstur móttökustöðvarinnar breytist fyrirkomulag losunar úrgangs í samræmi við lög og meginreglur hringrásahagkerfisins. Gjaldskráin er hluti af sorpútboði sem samþykkt var í framkvæmda- og hafnarráði þann 2. október sl.
Líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér sem ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net tók í gær hafa margir Eyjamenn nýtt helgina til tiltektar. Búast má við að svipað verði upp á teningnum í dag, á síðasta degi fyrir gjaldtöku. Opið er frá 11 til 16 í dag.
Sjá einnig: Kurr vegna yfirvofandi gjaldheimtu á sorpi – Eyjafréttir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst