Kurr vegna yfirvofandi gjaldheimtu á sorpi
28. febrúar, 2025
Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322
Athafnasvæði Terra í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Umræða um sorpmálin og nýkynnta gjaldskrá í málaflokknum er nokkuð hávær í Vestmannaeyjum í dag. Málið hefur verið til meðferðar í stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar undanfarna mánuði og var að lokum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.

Um er að ræða stórt hagsmunamál sem hefur áhrif á hvern einasta íbúa bæjarins, fyrirtæki og bæjarsjóð. Mótbárur minnihlutans á þarsíðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs í kjölfar kynningar á nýrri gjaldskrár varð til þess að mál þetta var tekið til umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi.

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun fulltrúa flokksins í framkvæmda- og hafnarráði. Upplýsingagjöf vegna sorpútboðsins, framsetning gagna og gjaldskrár er stórlega ábótavant og í raun óásættanleg. Við gerum alvarlegar athugasemdir við það.

Það orkar tvímælis að innheimta gjald fyrir t.d. gler, garðúrgang og textíl sem flokka má sem verðmæt efni til endurvinnslu. Hættan er sú að almenningur muni setja meira í almennt sorp heldur en áður og aukinn kostnaður verði við það. Það mun því vinna gegn upphaflegum tilgangi sorpflokkunar.” sagði í bókun minnihluta bæjarstjórnar.

Sjá einnig: Ekki eining um hækkanir og breytingar á gjaldskrá

Fór fyrst fyrir bæjarráð

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri tók fram á bæjarstjórnarfundinum að hún vissi lítið um málið og benti í því samhengi á að hún sæti ekki í framkvæmda- og hafnarráði. Hún benti einnig á mikilvægi og ábyrgð ráðsmanna á því að kynna sér gögn við stórar ákvarðanir. Eyjafréttir spurðu Sæunni Magnúsdóttur sem sæti á í framkvæmda- og hafnarráði um málið.

„Í málum sem þessum er farvegurinn alla jafna sá að mál eru tekin fyrir í framkvæmda- og hafnarráði (eða viðkomandi fagráði) og fara síðan fyrir bæjarráð/bæjarstjórn eftir eðli mála.
Í þessu máli fór málið hins vegar fyrst fyrir bæjarráð. Það var þann 24.09.2024 (skv. fundargerð sat bæjarstjóri þann fund) og var framkvæmda- og hafnarráði gefin sú skýring að það væri til þess að flýta fyrir/koma í veg fyrir tafir,“ segir Sæunn.

Bæjarráð samþykkti erindið, líkt og sjá má í afgreiðslu ráðsins hér að neðan.

Sorphirða og förgun – 2024
Farið yfir punkta frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem hann gerir grein fyrir framkvæmd á breyttu fyrirkomulagi sorphirðu sem er langt komin.
Einnig hefur sorphirða og förgun verið boðin út og bárust þrjú tilboð, þ.e. frá Íslenska gámafélaginu, Kubbi og Terra. Mat á tilboðum liggur fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og leggur hann til að hagstæðasta tilboðinu, sem er frá Terra, verði tekið.

Niðurstaða
Ráðið þakkar yfirferðina og leggur áherslu á að framkvæmdinni við innleiðingu ljúki sem fyrst.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði Terra. Framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að ganga frá samningi við Terra um sorphirðu og förgun.

Framkvæmda- og hafnarráði stillt upp við vegg

Að sögn Sæunnar var framkvæmda- og hafnarráði stillt upp við vegg á fundi sínum þann 2.10.2024  þar sem málið var kynnt, sbr. neðangreinda innbókun og bókun ráðsins. „Enda bæjarráð búið að taka ákvörðun um að taka tilboði Terra,“ segir hún og bendir á afgreiðslu ráðsins:
Sorpútboð 2024

Framkvæmdastjóri fór yfir tilboð vegna sorphirðu og sorpförgunar. Þrjú tilboð bárust og eitt var dæmt ógilt.

Terra – 242.334.492
Íslenska Gámafélagið – 339.556.000

Kostnaðaráætlun – 262.680.500

Bæjarráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt tillögu framkvæmdastjóra að taka tilboði Terra. Framkvæmdastjóri leggur einnig til við framkvæmda- og hafnarráð að taka tilboði Terra.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti tilboð Terra og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi.

Gjaldskráin samþykkt þrátt fyrir mótbárur minnihlutans

Sæunn segir jafnframt að framangreindar ákvarðanir hafi svo leitt til þess að gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar breytist töluvert með tilkomu nýrra gjaldflokka og hækkunum. Gjaldskráin var samþykkt þrátt fyrir mótbárur minnihlutans á fundi þann 13.2 sl.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og móttökustöð – 2025
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá frá Terra sem byggir á einingarverðum frá síðasta sorpútboði.
Niðurstaða
Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir tillögu Terra að gjaldskrá fyrir móttöku og förgun á úrgangi í móttökustöð með þremur atkvæðum E- og H-lista gegn tveimur atkvæðum D-lista.Meirihluti ráðsins leggur áherslu á góða kynningu til íbúa og fyrirtækja um breytingu á gjöldum varðandi úrgang til losunar á móttökustöð og hefst gjaldtaka 3.mars. Starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að útfæra það.Bókun fulltrúa D-listaFulltrúar Sjálfstæðisflokks geta ekki samþykkt gjaldskrána eins og hún er lögð fram. Við yfirferð komu í ljós miklar hækkanir og breytingar sem ekki hafa verið kynntar, t.a.m. gjald fyrir ólitað timbur sem samþykkt var af ráðinu að yrði gjaldfrjáls við síðustu gjaldskrárbreytingu þrátt fyrir tillögu um annað. Þá hafa fleiri gjaldfrjálsir flokkar verið sundurliðaðir, t.d. endurvinnsluefni, og gjald lagt á flesta nýju liðina, t.d. garðúrgang. Þá er gerð athugasemd við að breytingar sem þessar séu ekki kynntar með skýrum hætti fyrir ráðinu þegar breytt gjaldskrá er kynnt svo glöggt megi sjá þær breytingar sem lagðar eru til.Fulltrúar D lista leggja einnig áherslu á að allir möguleikar til þess að takmarka kostnað við förgun úrgangs sem fellur á íbúa Vestmannaeyjabæjar verði skoðaðir.
Sæunn Magnúsdóttir
Hannes Kristinn Sigurðsson.
Bókun fulltrúa E- og H-listaHækkanir og breytingar á gjaldskrá koma til vegna áður samþykkts tilboðs við Terra.Erlingur Guðbjörnsson
Helga Jóhanna Harðardóttir
Sveinn Rúnar Valgeirsson
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst