Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að erlend lið eru að skoða Eyjastelpuna og knattspyrnukonuna Fanndísi Friðriksdóttur. Fanndís, sem ólst upp í Eyjum og spilaði í yngri flokkum ÍBV, hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og verið einn besti leikmaður efstu deildar kvenna. Hún hefur auk þess leikið 33 landsleiki og fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.