Fyrsta áætlunarflug til Vestmannaeyja í nokkra mánuði var þegar vél Flugfélagsins Ernis lenti hér í hádeginu. Í tilkynningu frá félaginu segir að flogið hafi verið kl. 12:00 frá Reykjavík og 12:45 frá Vestmannaeyjum. Vakin er athygli á aukaferð til og frá Eyjum á sunnudaginn 18. desember.
Flogið er tvisvar í viku, tvær ferðir á þriðjudögum og ein á föstudötum. Sjá áætlunina ásamt aukaflugferðum í desember inn á www.ernir.is/afangastadir/vestmannaeyjar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst