Eru eins og kökusneið af paradís
18. júlí, 2023

Kyana Sue Powers er mörgum kunnug þeim sem nýta sér samfélagsmiðlana. Kyana er oft kennd sem Ameríkaninn sem flutti til Íslands en það er einmitt það sem hún gerði. Árið 2018 gerði hún sér ferð til Íslands og varð heltekin af landi og þjóð. Hún fór heim til Boston, hætti í vinnunni, seldi allt sem hún átti, og flutti til Reykjavíkur. Hún vinnur við að gera efni tengt Íslandi fyrir samfélagsmiðla og nýtur mikilla vinsælda á bæði Instagram og TikTok. Það var létt yfir Kyönu er Eyjafréttir heyrðu í henni á dögunum.

„Öll streita hverfur úr mér þegar ég er í Eyjum og mér líður eins og ég sé heima hjá mér” segir Kyana sem er vön því að dásama Vestmannaeyjar á miðlunum sínum og lýsir þeim sem kökusneið af paradís. „Vestmannaeyingar eru allir svo vinalegir og það er gott að vera í kringum þá” segir hún. Hún hefur heimsótt Eyjar þó nokkrum sinnum og ætlar að reyna að gera sér ferð til Eyja á ný þegar pysjurnar fara á stjá. Kyana segir pysjutímabilið eitt það besta sem hún veit og að það sé erfitt að mynda ekki tilfinningaleg tengsl við pysjurnar. Eitt myndabanda hennar með pysjum er með hátt í 5 milljón áhorf.

„Ég hef aldrei gert neitt leiðinlegt á þessari eyju” segir Kyana. Spurð út í sprönguna hlær hún og segist ekki vita hvernig krakkar hér í Eyjum fara að því að spranga. „Að sjálfsögðu lét ég á reyna, en krakkarnir með sínar kúnstir eru miklu hugrakkari en ég, það eitt get ég sagt þér” segir Kyana.

Næs uppáhalds íslenski veitingastaðurinn

„Ég elska Slippinn og Næs, en ég held einmitt að Næs sé uppáhalds veitingastaðurinn minn á öllu landinu. Gísli Matt kann sitt fag og það er svo gott að spjalla við hann” segir Kyana sem hefur áður farið með Gísla að handtína ýmsar jurtir í eynni fyrir eldamennskuna. Vigtin bakhús er eitt af uppáhalds bakaríum Kyönu, en hún grínast með að vera að íhuga það að flytja inn jalapenó-kringlurnar þeirra upp á land.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.