Eru og verða hluti af ímynd Vestmannaeyja
3. júlí, 2024
Það var létt og kátt andrúmsloftið á Oddgeirstónleikum í fyrra. Eyjafréttir/Eyjar.net: Ómar Garðarsson

Í tilefni af tónleikum Alþýðutónlistarhópsins, Vinir og vandamenn, sem að langmestu er skipaður afkomendum Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ í Höllinni á fimmtudagskvöldið er gaman að rifja upp umsögn Eyjafrétta um tónleika þeirra á Bryggjunni í Safnahúsi fyrir rétt ári síðan: 

Hópurinn hélt eftirminnilega Oddgeirstónleika sumarið 2023 í tilefni þess að fjölskylda Oddgeirs afhenti Byggðasafni Vestmannaeyja fjölmörg hljóðfæri hans til varðveislu og sýningar. Eitt af því sem vakti athygli tónleikagesta, voru fróðlegar kynningar á lögunum sem oft og tíðum innihéldu fróðleiksmola sem þeim sem þetta skrifar var ekki kunnugt um, þrátt fyrir ævilangan áhuga á tónlistararfi Eyjanna. 

Hljóðfæri Oddgeirs Kristjánssonar sem hafa verið í varðveislu afkomenda Oddgeirs um áratugaskeið voru formlega afhent Sagnheimum, byggðasafni. Gjöfinni fylgdi sú ósk að sögn Leifs Geirs Hafsteinssonar, eins af afkomendunum, að Eyjamenn og gestir myndu ævinlega fá að njóta þeirra og fræðast um tónlistarsköpun Oddgeirs. Um var að ræða eftirtalin hljóðfæri Oddgeirs: píanó, horn, trompet, gítar, fiðla, blokkflauta og altflauta. 

Þá voru safninu einnig afhentir ýmsir smáhlutir til sýninga svo sem pennar, tónsproti, myndavélar og fleira. „Von okkar sem stöndum að þessari afhendingu er sú að hljóðfærin verði höfð til sýnis í Sagnheimum og þeim ómetanlega menningararfi sem Oddgeir og félagar hans, einkum Árni úr Eyjum og Ási í Bæ, verði áfram gert hátt undir höfði, sagði Leifur Geir á hinni vel heppnuðu dagskrá á þriðjudeginum í goslokahátíðarvikunni.  

Þá benti hann einnig á að gjöfinni fylgdi vilyrði fyrir styrk úr Minningarsjóði Oddgeirs Kristjánssonar ef safnið vill koma upp gagnvirkum skjá þar sem gestir geta t.d. skoðað handrit, heyrt tóndæmi og fræðst um verk þeirra félaga. Sannarlega höfðingleg gjöf sem er þegar búið að setja smekklega upp á Sagnheimum gestum og gangandi til yndisauka. 

Tónleikarnir á undan voru einstaklega vel heppnaðir. Þar var Hafsteinn Guðfinnsson, tengdasonur Oddgeirs fremstur meðal jafningja í hljómsveitinni Vinum og vandamönnum sem buðu upp á einstaka tónleika þar sem flutt voru þekktustu lög Oddgeirs, minna þekkt og nánast óþekkt lög. Gestasöngvari var eyjamærin Silja Elsabet Brynjarsdóttir sem lyftir hverju lagi í hæstu hæðir. 

Hluti af ímynd Vestmannaeyja 

Aðsóknin sprengdi Safnahúsið og urðu örugglega einhverjir frá að hverfa en þeir sem náðu að hlýða á tónleikana áttu þarna einstaka stund. Ekki bara að flutningurinn væri nánast fullkominn heldur lyftu kynningar Leifs Geirs tónleikunum á hærra plan. Þar var lýst nánu samstarfi Oddgeirs, Árna og Ása og hvernig einstaka lög urðu til, sumt vitað og annað ekki.  

Lög Oddgeirs og textar Ása og Árna eru og verða vonandi sem lengst hluti af ímynd Vestmannaeyja. Tónleikarnir og gjöf fjölskyldu Oddgeirs munu skipta miklu í koma þessum einstaka arfi Eyjanna til komandi kynslóða. 

Hljómsveitina Vini og vandamenn skipuðu: 

Hafsteinn Guðfinnsson tengdasonur Oddgeirs, Leifur Geir Hafsteinsson barnabarn Oddgeirs, Birgir Hrafn Hafsteinsson barnabarn Oddgeirs, Þórólfur Guðnason tengdamóðursonur Oddgeirs, Hafsteinn Þórólfsson barnabarnabarn Oddgeirs, Gísli Helgason tónlistarlegur stjúpsonur Oddgeirs, Ólafur Ástgeirsson bestuvinasonur Oddgeirs (sonur Ása í Bæ), Kristján Steinn Leifsson barnabarnabarn Oddgeirs og Hafsteinn Breki Birgisson barnabarnabarn Oddgeirs.  

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst