nóvember, 2019

fim07nóv19:00Kótilettukvöld19:00 Höllin:::Veisla

Lesa meira

Um viðburð

Ég vil bara minna á Kótilettukvöldið okkar sem verður fimmtudaginn 7. nóvember n.k. í Höllinni. Gunni kokkur lofar því að þær verða vel brasaðar í ár, kannski betri en áður og ekki mun skorta meðlætið………………….maður lifandi.

Í ár ætlum við að styrkja Gleðigjafana okkar í Vestmannaeyjum en þetta er hópur fólks sem hefur skerta starfsorku en eru með ólíka fötlun. Þessi hópur hefur í gegnum árin verðið nokkuð áberandi í samfélaginu okkar og veitt okkur ánægju og gleði hvar sem þau koma. Stjörnukvöldið í desember er algjörlega þeirra og þar hafa þau notið aðstoðar handboltastrákanna okkar og hefður það veitt okkur Eyjamönnum mikla gleði og ánægju í svartasta skammdeginu og fjölmenni sótt á það kvöld.

Nú ætlum við að hjálpa þeim og vonandi náum við að gleðja þau í leiðinni. Þau eru búin að vera að skipuleggja utanlandsferð nokkuð lengi sem áætlað er að þau fari í ferðina í vor, hópurinn er nokkuð stór og nánast hver einstaklingur í hópnum þarf með sér hjálparmann svo þessi ferð mun kosta einhverja peninga og markmiðið hjá okkur er að við náum aðeins að létta undir með þeim.

Þetta er alltaf eins hjá okkur ár eftir ár. Ef þú vilt vera með þá leggur þú kr.4500 inn á reikning nr. 0185-05-001957, kt.140157-5979 og nafnið þitt er komið á matarlistann okkar.

Ég vil bara minnast á það hér að þessi upphæð kr. 4500 er búin að haldast öll árin hjá okkur, þ.e. fimm s.l. ár.

Tími

(Fimmtudagur) 19:00

Staðsetning

Höllin

Strembugötu 13

X