Eygló Harðardóttir, þingmaður Suðurkjördæmis hefur óskað eftir fundi með Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra vegna frétta um samkomulag Vestmannaeyjabæjar og Eimskips um fjölgun ferða Herjólfs í Landeyjahöfn. Eins og greint var frá hér á Eyjafréttum í gærkvöldi, gerir samkomulagið ráð fyrir að Vestmannaeyjabær og Eimskip leggi fram 6 milljóna króna framlag til að fjölga ferðunum en heildarkostnaðurinn er 18 milljónir. Eftir standa því 6 milljónir sem eru eyrnamerktar hinu opinbera.