Eyjablikksmótið tókst vel um liðna helgi

Um helgina hélt ÍBV Eyjablikksmótið, en það er fyrir stúlkur og drengi á eldra ári í 5. flokk í handbolta. Mótið gekk heilt yfir mjög vel en það voru um 400 keppendur sem tóku þátt í mótinu. ÍBV átti fimm lið á mótinu 3 karlalið og 2 kvennalið. Stelpurnar í ÍBV1 urðu deildarmeistarar í 1. deild og strákarnir í ÍBV1 urðu deildarmeistarar í 3. deild A.

Mótið stóð frá föstudegi til sunnudags og voru leikir alla dagana, á laugardagskvöldinu voru einnig landsleikir, brekkusöngur og ball þar sem keppendur skemmtu sér vel. En þess má geta að ÍBV átti 3 fulltrúa í landsleiknum að þessu sinni þau Berthu Sigursteinsdóttur, Söru Dröfn Ríkharðsdóttur og Ívar Bessa Viðarsson.

Hægt er að sjá myndir af sigurvegurum helgarinnar hérna

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.