Eyjablóð um aldir fram
Ólafur Ísleifsson skrifar
14. nóvember, 2024
Ólafur Ísleifsson

Rás atburða skilaði mér í sæti á lista Miðflokksíns í Suðurkjördæmi og þar með var ég kominn í framboð í Vestmannaeyjum. Mér rennur blóðið til skyldunnar í orðsins fyllstu merkingu.

Svo ég geri lítillega grein fyrir tengslum mínum við Eyjarnar leyfi ég mér geta þess að foreldrar mínir Ísleifur Pálsson og Ágústa Jóhannsdóttir voru bæði fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Þeim varð þriggja sona auðið og sýndu þá átthagatryggð búandi í Reykjavík að fá Eyjaprest, sr. Sigurjón Þ. Árnason, til að skíra okkur alla.

Föðurafi minn Páll Oddgeirsson rak verslun og útgerð í Vestmannaeyjum og er minnst fyrir að hafa haft forgöngu um minnismerkið við Landakirkju um þá sem hafa drukknað í sjó og hrapað í björgum. Páll var sonur sr. Oddgeirs Þórðarsonar Guðmundsen, sem þjónaði Eyjunum í ríflega aldarþriðjung við miklar vinsældir. Föðuramma mín, Matthildur Ísleifsdóttir var frá Kirkjubæ. Móðuramman, Magnea D. Þórðardóttir, var húsfreyja í Fagurlyst, ættuð úr Árnes- og Rangárvallasýslum.

Móðurafi minn var Jóhann Þ. Jósefsson, kaupmaður og útgerðarmaður og þingmaður Eyjanna í 36 ár á árunum 1923-59 þegar þær voru einmenningskjördæmi. Hann var rótgróinn Eyjamaður og í gegnum hann á ég ættlegg í Vestmannaeyjum svo langt sem kirkjubækur ná aftur á miðja 18. öld. Ég ólst upp við hin miklu hugsjónamál móðurafa míns sem þingmanns Eyjanna að bæta hag Eyjamanna og gera hlut Vestmannaeyja sem mestan. Hagur Eyjanna er mér í blóð borinn. Ég drakk hann með móðurmjólkinni.

Jóhann móðurafi minn var gegndi veigamiklum ráðherraembættum í ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-49 og í minnihlutastjórn Ólafs Thors 1949-50. Hin fyrrgreinda tók meginákvarðanir um framtíð landsins, í utanríkismálum með stofnaðild að Atlantshafsbandalaginu og í sjávarútvegsmálum með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins sem allar útfærslur landhelginnar voru reistar á. Miklu hefur skipt fyrir Eyjarnar að hafa átt á að skipa slíkum forystumanni í þjóðmálum sem átti í krafti þeirrar stöðu kost á að leggja lóð á vogarskálar framfara í sinni heimabyggð.

Rætur mínar í Eyjum, sem hér hafa verið raktar að nokkru, leiða af sér að ég gleðst yfir að geta að vissu leyti talið mig Eyjamann uppi á landi. Meðal minna staða í Vestmannaeyjum eru Fagurlyst og Miðgarður, heimili móður- og föðurfólks, Kirkjubær eins og áður getur og Ofanleiti þar sem sr. Oddgeir bjó meðan hann þjónaði Eyjunum.

Eyjarnar eru einstakt byggðarlag á Íslandi með sitt fjölskrúðuga mannlíf og sterku atvinnuvegi auk náttúrufegurðar og langrar sögu og menningar. Nái ég kjöri til Alþingis mun ég leggja mig allan fram í þágu Suðurkjördæmis og sér í lagi Eyjanna eins og forfeður mínir hafa áður gert við mikið traust Eyjamanna.

 

Ólafur Ísleifsson

Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst