Annað tölublað Eyjafrétta á þessu ári kemur út í dag og er eðlilega helgað því að á mánudaginn, 23. janúar minnumst við þess að 50 ár eru frá upphafi goss á Heimaey. Líka er spáð í spilin á HM í handbolta þar sem við eigum verðuga fulltrúa.
Í blaðinu eru ávörp frá forseta Íslands, borgarstjóranum í Reykjavík og Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra.
Helgi Bernódusson er með yfirgripsmikla grein, Gosnótt í Georgíu. Hann var í háskóla í Bandaríkjunum þegar gos hófst og segir m.a. frá fyrstu fréttum sem hann fékk um gosið sem voru heldur svakalegar. Um sumarið var hann heima í Eyjum og vann við hreinsun bæjarins og leysti af á afgreiðslu Herjólfs.
Sagt er frá viðbrögðum oddvita flokkanna sem þá voru í bæjarstjórn og fréttum Ríkisútvarpsins fyrstu klukkutíma gossins. Vinnslustöðin á sér merka sögu í gosinu sem Atli Rúnar Halldórsson lýsir í skemmtilegri grein.
Við fengum spekinga til að spá í spilin á HM og margt fleira er að finna í blaðinu.
Eyjafréttum er dreift í meira upplagi og geta áhugasamir tekið blaðið á útsölustöðum okkar, Kletti, Tvistinum og Krónunni.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.