Séra Karl Sigurbjörnsson hóf prestsþjónustu sína í tvístruðum söfnuði sem bjó við mikla óvissu
Segja má að Heimaeyjargosið hafi verið eldskírn fyrir séra Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Íslands, þegar hann ungur og óreyndur var settur í embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli í febrúar 1973. Söfnuðurinn sem hann átti að þjóna hafði tvístrast á einni nóttu. Sóknarbörnin bjuggu við mikla óvissu og voru mörg að missa heimili sín. Karl hafði rétt nýlokið guðfræðinámi þegar eldgosið hófst 23. janúar 1973.
„Séra Þorsteinn Lúther Jónsson sóknarprestur hafði skrifað mér og spurt hvort ég vildi ekki koma sem prestur til Vestmannaeyja. Ég held að það hafi verið vegna frændfólks míns í Eyjum sem hann fékk augastað á mér,” segir Karl. Afi hans, Einar Sigurfinnsson (1884-1979) bjó þá í Vestmannaeyjum og eins föðurbróðir Karls, Sigurfinnur Einarsson (1912-2004), og hans fjölskylda. Karl kvaðst ekki hafa getað skorast undan kallinu um að þjóna Vestmannaeyingum þótt aðstæður væru óvenjulegar og óvissan mikil.
Sjá einstakt viðtal Guðna Einarssonar við séra Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Íslands, í Eyjafréttum sem eru komnar út. Þema blaðsins er bærinn sem reis úr öskunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst