Eyjakonur unnu Ragnarsmótið á Selfossi
Birna Berg Haraldsdóttir, Amalie Frøland og Sandra Erlingsdóttir.

Kvennalið ÍBV í handbolta tryggði sér Ragnarsbikarinn eftir 11 marka sigur á Selfossi í Sethöllinni í dag. Leikurinn var úrslitaleikur og endaði 33-22 ÍBV í vil. Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn en Eyjakonur voru mikið sterkari aðilinn í þeim síðari. ÍBV hafði áður sigrað Víking og Aftureldingu sannfærandi. Þetta er annað æfingamótið sem stelpurnar sigra, en áður höfðu þær borið sigur úr býtum á KG Sendibílamótinu.

Karlaliðið ÍBV lék einnig sinn síðasta leik á mótinu í dag og unnu 33-31 sigur á Selfossi. Þeir höfðu áður sigrað Víking og gert jafntefli við HK. Eyjamenn enduðu í 2. sæti á mótinu. HK og ÍBV enduðu með jafn mörg stig en HK var með betri markatölu. 

Lið ÍBV sönkuðu að sér verðlaunum á mótinu en í kvennaflokki var Sandra Erlingsdóttir valin besti leikmaður mótsins, Amalie Frøland besti markmaðurinn og Birna Berg Haraldsdóttir besti sóknarmaðurinn. Í karlaflokki var Dagur Arnarsson valinn besti leikmaður mótsins, Ísak Rafnsson besti varnarmaðurinn og Petar Jokanovic besti markmaðurinn.

Olís deildin hefst í byrjun september. Strákarnir taka á móti HK föstudaginn 5. september kl. 18:30 og stelpurnar eiga leik við Fram laugardaginn 6. september kl. 15:00. Báðir leikirnir fara fram í Eyjum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.