Málefni Landeyjahafnar og Herjólfs virðist koma til umræðu á hverjum degi á kaffistofum bæjarins og annarsstaðar þar sem fólk kemur saman. �?g verð að viðurkenna að mér finnst þessar umræður oft og tíðum vera með þeim hætti að tala illla um, eða með neikvæðum hætti um allt er viðkemur þessu málefni og sumir aðilar virðast hreinlega vera með þetta á heilanum. �?að versta í þessu finnst mér vera, að við Eyjamenn erum sjálfum okkur verstir þegar kemur að því að tala um samgöngur milli lands og Eyja. Nú er svo komið að fólk upp á fastalandinu, (og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða einstaklinga á leið í heimsókn, fyrirtæki á leið á árshátíð eða í skemmtiferð eða hreinlega söluaðila í ferðaþjónustu), heldur að ferð frá �?orlákshöfn sé ferð til Helv……og það sé ekki hægt að fara til Eyja nema Landeyjahöfn sé opin. �?g flutti aftur hingað til Eyja 2009 og þá var bara �?orlákshöfn. Alltaf fórum við með Herjólfi til Eyja áður en við fluttum og okkur þótti þetta ekkert tiltökumál, þó ferðirnar hafi verið mis skemmtilegar. �?g var bara að fara til Eyja, hlakkaði til og vissi að áfangastaðurinn og það sem þar beið, var ferðarinnar virði. �?g þarf ekki að tiltaka allar þær ástæður eða athugasemdir sem fólk hefur komið með inn í umræðuna til að �??tuða�?? yfir þessu málefni, þið þekkið þetta jafnvel og ég. �?að sem mig langar hinsvegar að biðja ykkur kæru Eyjamenn að hafa í huga og það er að standa með okkur sjálfum í þessu máli, standa með Vestmannaeyjum. Tala frekar um hvað er gott að koma hingað, vera hérna, næra líkama og sál. Hér er allt til alls og það hvort það er �?orlákshöfn eða Landeyjahöfn á bara ekki að skipta neinu máli. Í lang, lang, langflestum tilfellum eru ferðirnar milli lands og Eyja í lagi, sama hvert siglt er.
Ef við viljum laða til okkar ungt fólk, já og fólk á öllum aldri, segjum þeim frekar hvað það er yndislegt að búa hér.
Samskiptamiðlarnir og reyndar allir miðlar, eru góð verkfæri, en líka stórvarasöm verkfæri, ef farið er ógætilega. Mildum umræðuna og vinnum baráttuna annarsstaðar.
Lofum þeim sem hafa þetta verkefni með höndum að klára það. Gefum þeim frið til að vinna. Mér dettur ekki í hug í eina sekúndu að ætla að þeir aðilar sem unnið hafa við þetta verkefni síðustu ár, séu ekki að vinna af heilum hug við það klára það með sóma. Á köflum finnst mér að umræðan hafi verið afar ósanngjörn og óbilgjörn í garð þessa fólks og ekki okkur Eyjamönnum til sóma.
En umfram allt Eyjamenn �?? stöndum með Vestmannaeyjum. Snúum umræðunni við og hugsum til framtíðar.
Eyjakveðja �?? alla leið
Bjarni �?lafur