Eyjamenn í 16-liða úrslit
19. nóvember, 2013
Karlalið ÍBV er komið í 16-liða úrslit Coca Cola bikarsins eftir níu marka sigur á 1. deildarliði KR í kvöld. Liðin áttust við í Frostaskjólinu í Reykjavík en staðan í hálfleik var 11:14 ÍBV í vil. Lokatölur urðu hins vegar 22:31 fyrir ÍBV en 16-liða úrslit keppninnar fara fram í byrjun desember. Auk ÍBV eru Haukar 2, Valur 2, Grótta, Akureyri, Afturelding, HK, Valur og ÍH komin áfram í 32-liða úrslit. Fram, ÍR, Haukar, FH, Víkingur og Völsungur sátu hjá í fyrstu umferð keppninnar. Einu leik er ólokið, milli Harðar frá Ísafirði og Selfoss en reikna má að Selfoss hafi betur í þeim leik.
Mörk ÍBV: Magnús Stefánsson 6, Agnar Smári Jónsson 5, Guðni Ingvarsson 4, Grétar �?ór Eyþórsson 4, Andri Heimir Friðriksson 3, Filip Scepanovic 3, Sindri Haraldsson 2, Theodór Sigurbjörnsson 2, Dagur Arnarsson 1, Matjaz Mlakar 1.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst