ÍBV var nokkrar mínútur að komast í gang í leiknum gegn Víkingum í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í gær. Á sjöttu mínútu var staðan 2:2 en þá tóku Eyjamenn öll völd á vellinum. Í hálfleik var staðan 19:10 og lokatölur 40:22. Má segja að ÍBV hafi þar með náð að hefna fyrir tapið gegn Víkingum í haust.
En taka verður ofan fyrir Víkingum sem komu með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja í skítabrælu. Fengu leiknum flýtt, leikhlé var tíu mínútur og beint í Herjólf að leik loknum. Víkingar sem standa undir nafni.
Eyjamenn undir stjórn Magnúsar Stefánssonar eru á góðri siglingu og sitja í öðru sæti með 19 stig eftir 13 umferðir. Langt frí er framundan og fer deildin ekki af stað fyrr en í byrjun febrúar. Dánjal Ragnarsson, frá Færeyjum lék sinn síðasta leik með ÍBV í gær en hann skoraði þrjú mörk. Var hann kvaddur með virktum.
„Mér líst vel á þetta, við stefnum alltaf á þá titla sem eru í boði. Liðið er á góðum stað, það er stemning í hópnum og í bæjarfélaginu, góð mæting á leiki og það er allt til alls. Það er svo alltaf spurning hvernig við náum að láta þetta smella saman, við munum sakna Dánjals eftir áramót, hann gefur okkur ákveðna breidd og möguleika sem við missum af.
Við erum samt með unga stráka í U-liðinu og 3. flokki sem bíða eftir tækifærinu,“ sagði Magnús í samtali við mbl.is eftir leikinn.
Mynd Sigfús Gunnar:
Sigri fagnað.
L | Mörk | Stig | ||
FH | 13 | 409:346 | 23 | |
ÍBV | 13 | 428:375 | 19 | |
Valur | 12 | 384:327 | 18 | |
Afturelding | 12 | 368:323 | 17 | |
Fram | 13 | 412:401 | 17 | |
Haukar | 13 | 370:345 | 12 | |
Grótta | 13 | 360:385 | 10 | |
KA | 13 | 370:394 | 10 | |
Stjarnan | 13 | 351:386 | 9 | |
HK | 13 | 338:379 | 7 | |
Víkingur | 13 | 322:384 | 6 | |
Selfoss | 13 | 322:389 | 6 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst