Eyjamenn lesa Eyjafréttir
Áskriftin á litlar 1.300 krónur.
Áskriftin á litlar 1.300 krónur.

Á myndinni má sjá Ómar Garðarsson, einn ritstjóra Eyjafrétta, haldandi á nýjasta tölublaðinu. Í tilefni að fimmtíu ár séu liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey þá er þema blaðsins bærinn sem reis úr öskunni.

Ómar hefur ritað þúsundir greina. Hann, Atli Rúnar og Guðni Einarsson eru einir reynslumestu blaðamenn landsins og eru allir með greinar í blaðinu.

Þeir ásamt yngri kynslóð blaðamanna þeim Díönu Ólafsdóttur, Gígju Óskarsdóttur, Sölku Sól Örvarsdóttur og Sindra Ólafssyni leggja oftar en ekki mikla vinnu á sig til að skila góðu efni frá sér í blaðið sem allir lesa spjaldanna á milli.

Þessi öflugi hópur ásamt ljósmyndurum, prófarkalesurum, auglýsingasöfnurum, Leturstofunni og Leturprent, koma öll að útgáfu blaðsins sem hefur í 49 ár þjónað samfélaginu. Um helgina eru Eyjafréttir í sérstöku áskriftarátaki til að ná enn frekar til allra Eyjamanna nær og fjær.

Aðeins 1.300 krónur á mánuði

Eyjafréttir eru sendar upp á land til brottfluttra Eyjamanna og er þetta góð leið til að halda góðri tengingu við samfélagið.

Blaðið er gefið út á tveggja vikna fresti og er dreift í hús fyrir aðeins 1.300 krónur á mánuði. Aðgangur að blaðinu á netinu fylgir.

Neðst á síðunni er auðveldlega hægt að tryggja sér áskrift að blaðinu, eða með því að smella hér.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.