Á myndinni má sjá Ómar Garðarsson, einn ritstjóra Eyjafrétta, haldandi á nýjasta tölublaðinu. Í tilefni að fimmtíu ár séu liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey þá er þema blaðsins bærinn sem reis úr öskunni.
Ómar hefur ritað þúsundir greina. Hann, Atli Rúnar og Guðni Einarsson eru einir reynslumestu blaðamenn landsins og eru allir með greinar í blaðinu.
Þeir ásamt yngri kynslóð blaðamanna þeim Díönu Ólafsdóttur, Gígju Óskarsdóttur, Sölku Sól Örvarsdóttur og Sindra Ólafssyni leggja oftar en ekki mikla vinnu á sig til að skila góðu efni frá sér í blaðið sem allir lesa spjaldanna á milli.
Þessi öflugi hópur ásamt ljósmyndurum, prófarkalesurum, auglýsingasöfnurum, Leturstofunni og Leturprent, koma öll að útgáfu blaðsins sem hefur í 49 ár þjónað samfélaginu. Um helgina eru Eyjafréttir í sérstöku áskriftarátaki til að ná enn frekar til allra Eyjamanna nær og fjær.
Aðeins 1.300 krónur á mánuði
Eyjafréttir eru sendar upp á land til brottfluttra Eyjamanna og er þetta góð leið til að halda góðri tengingu við samfélagið.
Blaðið er gefið út á tveggja vikna fresti og er dreift í hús fyrir aðeins 1.300 krónur á mánuði. Aðgangur að blaðinu á netinu fylgir.
Neðst á síðunni er auðveldlega hægt að tryggja sér áskrift að blaðinu, eða með því að smella hér.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.