ÍBV fór á kostum í Olísdeild karla á heimavelli í kvöld, tók Hauka í kennstund. Lauk leiknum með 13 marka mun, 37:24. Eyjamenn sitja í þriðja sæti með 28 stig þegar ein umferð er eftir í deildinni.
FH er í öðru sæti með 30 stig en Valsmenn, sem taka á móti ÍBV í síðustu umferð eru þegar orðnir deildarmeistarar. Mætast liðin kl. 16.00 á mánudaginn í Oregohöllinni.
Verði staðan óbreytt í deildinni eftir lokaumferðina mætir ÍBV Stjörnunni í úrslitakeppninni.
Elmar í leik gegn Val í haust. Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst