Eyjamenn töpuðu fyrir vestan
Eyja 3L2A1791
Úr fyrri leik liðanna. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

ÍBV og Vestri áttust við í 16. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikið var á Ísafirði og máttu Eyjamenn þola tap. Leikurinn fór rólega af stað en Eyjamenn voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér mikið. Það voru Vestramenn sem komust yfir á 20. mínútu leiksins en þar var að verki Diego Montiel eftir frábært einstaklingsframtak. Vestramenn tvöfölduðu forystu sína á 43. mínútu þegar Ágúst Eðvald Hlynsson átti gott samspil með Diego Montiel inn á teig Eyjamanna og kláraði framhjá Marcel í marki ÍBV. 

Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti en það fjaraði fljótt undan hjá þeim. Þeirra besta marktækifæri kom ekki fyrr en á 90. mínútu leiksins þegar Arnar Breki Gunnarsson átti skot sem markvörður Vestra varði meistaralega. Eftir leikinn er ÍBV áfram í níunda sæti með 18 stig á meðan Vestri er í fimmta sæti með 22 stig. 

Næsti leikur ÍBV er sjálfur Þjóðhátíðarleikurinn sem fer fram á Hásteinsvelli laugardaginn 2. ágúst kl. 14:00.

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.