Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Fram í 10. umferð Olís deildar karla í Eyjum í kvöld. Leiknum lauk með 28-34 sigri Fram. Liðin skiptust á að leiða framan af en Framarar komust tveimur mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik, 8-10. Framarar gáfu í og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 12-17.
Á upphafsmínútum síðari hálfleiks voru Framarar komnir með sjö marka forystu. Eyjamenn minnkuðu muninn niður í fjögur mörk þegar átta mínútur voru til leiksloka en komust ekki nær en það og Framarar siglu því nokkuð öruggum sigri heim. Lokatölur leiksins 28-34. Eftir tíu leiki sitja Eyjamenn í 6. sæti með 11 stig. Fram er í sæti fyrir neðan með 10 stig.
Sigtryggur Daði Rúnarsson var markahæstur í leiknum með níu mörk.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 9 mörk, Andri Erlingsson 5, Sveinn José Rivera 4, Dagur Arnarsson 3, Daníel Þór Ingason 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Anton Frans Sigurðsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Róbert Sigurðarson 1.
Næsti leikur ÍBV er útileikur gegn Val, laugardaginn 22. nóvember kl. 15:00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.