Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Fram í 10. umferð Olís deildar karla í Eyjum í kvöld. Leiknum lauk með 28-34 sigri Fram. Liðin skiptust á að leiða framan af en Framarar komust tveimur mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik, 8-10. Framarar gáfu í og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 12-17.
Á upphafsmínútum síðari hálfleiks voru Framarar komnir með sjö marka forystu. Eyjamenn minnkuðu muninn niður í fjögur mörk þegar átta mínútur voru til leiksloka en komust ekki nær en það og Framarar siglu því nokkuð öruggum sigri heim. Lokatölur leiksins 28-34. Eftir tíu leiki sitja Eyjamenn í 6. sæti með 11 stig. Fram er í sæti fyrir neðan með 10 stig.
Sigtryggur Daði Rúnarsson var markahæstur í leiknum með níu mörk.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 9 mörk, Andri Erlingsson 5, Sveinn José Rivera 4, Dagur Arnarsson 3, Daníel Þór Ingason 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Anton Frans Sigurðsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Róbert Sigurðarson 1.
Næsti leikur ÍBV er útileikur gegn Val, laugardaginn 22. nóvember kl. 15:00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst