Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, hefur ákveðið aflamark í loðnu í samráði við Hafrannsóknastofnunina sem lagði til að heildaraflamark á vertíðinni verði 765 þúsund tonn. Er það 33 þúsund tonnum umfram þær spár sem lágu til grundvallar bráðabirgðaaflamarki. Hlutdeild Vestmannaeyinga er tæp 170 þúsund tonn sem gæti skilað allt að 10 milljarða verðmæti. Stefnir í að þetta verði stærsta loðnuvertíð í ein tíu ár.