Eyjamenn halda áfram að þjarma að toppliði KR-inga. Í dag lögðu leikmenn ÍBV Keflavík að velli í opnum og skemmtilegum leik á Hásteinsvelli. Aðstðæður buðu upp á góðan fótbolta og fjölmörg færi litu dagsins ljós en mörkin urðu aðeins þrjú talsins. Í annað sinn á jafn mörgum árum skora Eyjamenn sigurmark gegn Keflavík á lokaandartökunum í leik liðanna á Hásteinsvelli. Í fyrra var það Eiður Aron Sigurbjörnsson sem skoraði sigurmarkið en nú var það Þórarinn Ingi Valdimarsson.