Karlalið ÍBV í handbolta lék gegn HK 2 í fyrstu umferð bikarkeppninnar í dag en leikurinn fór fram í Kópavoginum. Í gærkvöldi lék liðið gegn Selfossi í nágrannaslag 1. deildarinnar og sjálfsagt hefur sá leikur setið í leikmönnum ÍBV. En engu að síður hefðu Eyjamenn átt að vinna fyrirhafnarlítinn sigur en annað kom á daginn. Þegar fimm mínútur voru eftir, var staðan jöfn 28:28. En Eyjamenn reyndust sterkari á lokakaflanum og unnu 30:33.