Karlalið ÍBV vann í kvöld öruggan sigur á Víkingum í Eyjum en lokatölur urðu 26:18. Með sigrinum sýndu Eyjamenn að þeir eru langbesta liðið í 1. deildinni en Víkingar, sem hafa verið að berjast við toppinn, áttu aldrei möguleika í kvöld. Í leikslok fengu Eyjamenn svo gullpening um hálsinn og það var svo Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV sem tók við bikarnum fyrir sigurinn í 1. deild 2013.