Nú rétt í þessu var að ljúka drætti í undanúrslitum Valitor bikar karla. ÍBV var í pottinum en Eyjamenn fengu útileik gegn Þór frá Akureyri. Margir höfðu látið sig dreyma um undanúrslitaleik í Eyjum á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð en nú er ljóst að ekkert verður af því. Leikurinn verður án efa erfiður fyrir ÍBV enda ekki langt síðan að Þórsarar unnu ÍBV í Íslandsmótinu á Akureyri.