ÍBV tekur á móti Keflavík í dag klukkan 16:00 á Hásteinsvellinum. Eyjamenn eru fjórum stigum á eftir KR, sem er í efsta sæti en geta með sigri í dag, minnkað muninn tímabundið í eitt stig þar sem KR spilar ekki fyrr en á morgun, mánudag. Keflavíkingar sigla nokkuð sléttan sjó í 7. sæti með 17 stig.