Eyjarnar með fullfermi í jólatúrnum
DSC 2373
Á sjónum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Togarar og línuskip Síldarvinnslusamstæðunnar héldu til veiða þegar í upphafi nýja ársins. Í umfjöllun á vef fyrirtækisins segir að ísfisktogarinn Gullver NS hafi haldið til veiða frá Seyðisfirði föstudaginn 2. janúar og frystitogarinn Blængur NK lagði úr höfn í Neskaupstað sama dag.

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE létu úr höfn aðfaranótt föstudagsins og eru nú að veiðum suður af landinu. Gert er ráð fyrir að þeir komi til löndunar í dag eða á morgun. Bæði skip voru einnig að veiðum á milli jóla og nýárs, fóru út 27. desember og lönduðu báðir fullfermi þann 30. desember.

Ísfisktogarinn Jóhanna Gísladóttir GK hélt til veiða frá Grindavík 2. janúar og er nú að veiðum á Strandagrunni. Línuskipið Páll Jónsson GK er að landa 30 tonnum í Grindavík í dag og fékkst aflinn í tveimur lögnum út af Reykjanesinu. Línuskipið Sighvatur GK er að veiðum út af Hornafirði. Krókaaflamarksbáturinn Fjölnir GK hefur verið að róa frá Grindavík síðustu daga og hefur dagsaflinn yfirleitt verið 7 – 8 tonn.

Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar eru í höfn í Neskaupstað. Barði NK mun væntanlega halda til loðnuleitar upp úr miðjum janúar en hin skipin bíða þess að samningar takist um kolmunnaveiði í færeyskri lögsögu.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.