Togarar og línuskip Síldarvinnslusamstæðunnar héldu til veiða þegar í upphafi nýja ársins. Í umfjöllun á vef fyrirtækisins segir að ísfisktogarinn Gullver NS hafi haldið til veiða frá Seyðisfirði föstudaginn 2. janúar og frystitogarinn Blængur NK lagði úr höfn í Neskaupstað sama dag.
Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE létu úr höfn aðfaranótt föstudagsins og eru nú að veiðum suður af landinu. Gert er ráð fyrir að þeir komi til löndunar í dag eða á morgun. Bæði skip voru einnig að veiðum á milli jóla og nýárs, fóru út 27. desember og lönduðu báðir fullfermi þann 30. desember.
Ísfisktogarinn Jóhanna Gísladóttir GK hélt til veiða frá Grindavík 2. janúar og er nú að veiðum á Strandagrunni. Línuskipið Páll Jónsson GK er að landa 30 tonnum í Grindavík í dag og fékkst aflinn í tveimur lögnum út af Reykjanesinu. Línuskipið Sighvatur GK er að veiðum út af Hornafirði. Krókaaflamarksbáturinn Fjölnir GK hefur verið að róa frá Grindavík síðustu daga og hefur dagsaflinn yfirleitt verið 7 – 8 tonn.
Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar eru í höfn í Neskaupstað. Barði NK mun væntanlega halda til loðnuleitar upp úr miðjum janúar en hin skipin bíða þess að samningar takist um kolmunnaveiði í færeyskri lögsögu.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.