Eykyndill færði Skátafélaginu og Björgunarfélaginu hjartastuðtæki
Frá afhendingunni í gær. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Í gær færðu fulltrúar slysavarnarfélagsins Eykyndils veglegar gjafir til Skátafélagsins Faxa annars vegar og Björgunarfélags Vestmannaeyja hins vegar. Um er að ræða hjartastuðtæki. Gjafirnar voru afhentar við Vigtartorgið við upphaf dagskrár Þjóðhátíðardagsins.

Að sögn Sigríðar Gísladóttur hjá Eykindli verður tækið sem Skátafélagið Faxi fékk staðsett upp í skátaheimili, en þeir eru t.d. að leigja salinn fyrir veislur og fleira. Hjá Björgunarfélaginu verður það staðsett í bílnum hjá þeim. „Verðið er í kringum 400.000 kr. Öll tækin sem við höfum gefið eru eins og passa rafskautinn við tækið í sjúkrabílnum sem er kostur,” segir Sigríður.

Eyjafréttir heyrðu einnig í Frosta Gíslasyni hjá Skátafélaginu Faxa og vilja þau færa Eykyndli innilegustu þakkir fyrir þessa einstöku og dýrmætu gjöf sem þær afhentu félaginu, svokallað sjálfvirkt hjartastuðtæki (AED).

„Við leggjum mikla áherslu á öryggi í okkar starfsemi og með tilkomu hjartastuðtækisins getum við brugðist hraðar og betur við í neyðartilvikum, hvort sem er í skátaheimilinu, ferðum eða viðburðum. Þetta eykur ekki aðeins öryggi okkar félaga og gesta heldur einnig annarra í nærumhverfinu, þar sem tækið verður aðgengilegt. Við viljum þakka fyrir þá hlýju sem við finnum fyrir frá þessu öfluga slysavarnafélagi okkar í Eyjum, Eykyndli,” segir Frosti.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.