Verslunin Eymundsson opnar í dag klukkan 12:00 á nýjum stað við Faxastíg, við hliðna á Tvistinum. Nýjar og ferskar vörur hafa borist til Eyja með methraða en Ingþór Ásgeirsson hjá Eymundsson, segir að ekki hefði verið hægt að opna nýja verslun svo fljótt, nema með miklum velvilja og aðstoð Vestmannaeyinga sem hafi aðstoðað með öllum mögulegum hætti.