Nú er svo komið að Eyverjar sjá sig knúna til að skrifa þennan stuttan greinarstúf. Skrif þessi eru vel meint og þeim ætlað að uppfræða þá sem ekki vita hvert er hlutverk bæjarfulltrúa. Ekki síst oddvita V-listans sem telur það til sinna helstu dyggða að lengja fundi og skapa til ófriðar um mál sem síðan eru afgreidd einróma, eða í versta falli með hjásetu hennar.