Fagnar 25 ára hjólbarðaþjónustu 
8. desember, 2023

Óskar Elías Óskarsson er fæddur árið 1955 í Vestmannaeyjum. Eiginkona hans er Hildur Hrönn Zoega Stefánsdóttir og saman eiga þau Hreiðar Örn Zoega Óskarsson og Óskar Elías Zoega Óskarsson. Óskar Elías tók við rekstri Áhaldaleigunnar 1984 en fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1971.

Hjólbarðaþjónusta í 25 ár

Óskar Elías hefur rekið Áhaldaleiguna ehf. frá árinu 1984, þegar hann tók við af bróður sínum Ármanni Halldóri Óskarssyni heitnum. Áhaldaleigan hefur þó tekið hinum ýmsum breytingum síðan þá og verkefnin eftir því. Í fyrstu gekk reksturinn að mestu út á tækjaleigu, malarnám, kjarnaborun, sögun og ýmis stór og smá verkefni sem komu að breytingum og uppbyggingu á húsnæði. Á þeim tíma var Óskar með fleiri einstaklinga í vinnu hjá sér. „Ég ætlaði bara að prufa þetta í þrjú til fimm ár en ég er hér enn.“

Áhaldaleigan hefur verið í því formi eins og hún er í dag síðan 1998 þegar Óskar byrjaði með hjólbarðaþjónustu. „Tímarnir breytast og mig vantaði meira að gera, því ákvað ég að fara út í dekkin.“ Og að því sögðu fagnar Óskar því 25 ára hjólbarðaþjónustu í ár.

Þróunin í takt við samfélagið

Fyrirtækið hefur vaxið frá ári til árs. „Allt er orðið mikið þróaðara líkt og annað í samfélaginu. Tækin eru orðin fleiri og fullkomnari og dekkin miklu betri. Þegar ég byrjaði var algengast að dekkin væru 12-15 tommu en í dag er algengast að dekkin séu frá 17-24 tommu. Vinnan verður erfiðari fyrir vikið, þetta var miklu léttara þegar ég byrjaði.“ Áhugavert er að segja frá því að þegar Óskar tók bílprófið fyrir gos voru 500-600 ökutæki skráð í Vestmannaeyjum en í dag eru yfir 3.000 ökutæki skráð. „Það er bíll á næstum hverju einasta heimili og á mörgum hverjum fleiri en einn.“´

Í slíkri álagsvinnu segir Óskar sig heppinn að vera við góða heilsu og í frítíma er hann duglegur að stunda reglulega hreyfingu, svo sem badminton, sund og karlaleikfimi.

Nýlega var Áhaldaleigan máluð og nýtt járn sett á hluta af húsinu. Einnig hefur Óskar staðið í framkvæmdum inni, endurnýjun á tækjabúnaði og stærsti hluti gólfsins nýsteyptur.  

Glæsileg breyting á húsnæðinu. 

Dekkjavertíð

Dekkjavertíð er háannatími hjá Óskari og stendur hún yfir í um það bil tvo mánuði tvisvar á ári. „ Þá er ég mættur eldsnemma og vinn fram á kvöld, þetta er mikil törn.” Að öðru leyti er þetta heilsársvinna þar sem hann leigir út ýmis konar smátæki í iðnað, loftpressu og vinnupalla. Einnig er hann með hjólaviðgerðir og varahluti fyrir hjól, ásamt bíla hreinsivörum og fleira.

Gólfið ný steypt. 

Aðspurður hvenær hann ætli að hætta segir hann: „Ég ætla að reyna að halda upp á 30 ára starfsafmæli hjólbarðaþjónustunnar, þetta er bara óskrifað blað.”
Segist hann gera sitt besta til að bjóða upp á góða þjónustu og að lokum vill hann koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina fyrir þolinmæði og trygga þjónustu.

Mynd á topp: Óskar Elías ásamt barnabarninu sínu Bríeti Ósk.
 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst