Fáir þekkja viðskiptavini sína betur en útibúið hér í Eyjum
13. mars, 2025
Öflugur hópur. Mynd: Óskar Pétur.

Margir kannast við auknar kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja, svo sem um að þekkja viðskiptavini sína. „En á fáum stöðum þekkir Íslandsbanki viðskiptavini sína betur en hér í Eyjum,“ segir Sigursteinn Bjarni Leifsson, útibússtjóri Íslandsbanka.

„Við búum vel að eiga í nánu og góðu sambandi við viðskiptavini hér í Eyjum þar sem rætur bankans liggja djúpt. Hér hafa Íslandsbanki og forverar hans verið með starfsemi og stutt við atvinnulíf og uppbyggingu allt frá því fyrsta útibú Íslandsbanka og forvera hans, opnaði í Vestmannaeyjum 1919.“ Saga bankans og ekki síst útibúsins í Vestmannaeyjum er samofin sjávarútvegi. Bankinn hefur stutt við sjávarútveginn í uppgangi sem og á erfiðum tímum. Þarna koma við sögu Fiskveiðisjóður Íslands og Útvegsbanki Íslands, auk bankasameiningar 1990 og síðari tíma vendingar. En þráðurinn í útibúinu í Vestmannaeyjum er óslitinn.

„Hér leggur starfsfólk sig fram um að veita góða þjónustu og það skilar sér í ánægju viðskiptavina, líkt og mælingar sýna okkur. Útibú bankans í Eyjum hefur verið leiðandi með mestu markaðshlutdeildina á meðal fyrirtækja og hæstu einkunn í þjónustumælingum.“

Tímamót með flutningi 2021

Tryggð viðskiptavina við bankann er líka mikil. „Hér erum við með viðskiptavini sem eiga sögu aftur í forvera okkar, allt frá því þetta var Útvegsbankinn.“ Reyndar var bankinn lengi við Kirkjuveg í því húsnæði sem Útvegsbankinn flutti sig í 1952. Breytingar urðu svo snemmsumars 2021 þegar núverandi útibú opnaði á Strandvegi 26. „Þetta er nútímalegra húsnæði og betur sniðið að þörfum starfseminnar,“ segir Sigursteinn.

Í útibúinu í Vestmannaeyjum veitir Íslandsbanki alla almenna bankaþjónustu við einstaklinga og fyrirtæki, auk þess að njóta stuðnings þeirra deilda bankans sem sinna fjárfestum og stærri fyrirtækjum. Fyrir utan almenna bankaþjónustu til einstaklinga segir Sigursteinn þjónustu bankans tengjast sjávarútvegi mikið. „Og þó að fyrirtæki séu kannski ekki beint í sjávarútvegi þá þjónusta þau hann mörg með einum eða öðrum hætti.“

Eins hefur verið uppgangur í ferðatengdri þjónustu, en Sigursteinn segir að henni fylgi vissulega áskoranir af því hversu árstíðabundin þau viðskipti séu. „Þetta byggist allt á að Herjólfur sigli í Landeyjahöfn og þegar hann gerir það ekki þá dettur ferðamannastraumurinn niður.“ Þá skipti máli að fjármálafyrirtæki skilji og taki tillit til aðstæðna.

Innspýting fylgir landeldinu

„Svo er laxinn náttúrulega að koma sterkur inn með uppbyggingu Laxeyjar á landeldi hér í Eyjum og mörg fyrirtæki sem koma að þeirri uppbyggingu.“ Því séu spennandi tímar framundan og Íslandsbanki tilbúinn til að aðstoða við alla uppbyggingu. Sigursteinn hefur nú starfað í útibúinu í rúmlega tíu ár, en tók við sem útibússtjóri í september 2023. Hann þekkir því vel til starfseminnar, segir starfsandann góðan og samstarfsfólkið frábært. Núna eru í útibúinu átta stöðugildi tengd bankastarfseminni sem og eitt stöðugildi tengt mötuneyti og þrifum, sem er nokkur fækkun frá því sem áður var, en hún skýrist af breytingum í umhverfi bankarekstrar, meðal annars með tilkomu stafrænna lausna. En fólki líður vel hjá bankanum og sum eru með áratuga reynslu. „Hér eru þrjú sem eru með á bilinu þrjátíu til fjörutíu og fimm ára starfsaldur,“ segir Sigursteinn.

Spennandi tímar framundan

Á þessum tíma segir hann margt hafa breyst, bæði þurfi að innleiða breytingar sem gerðar séu á lögum og reglum um fjármálafyrirtæki og svo hafi innleiðing á stafrænni tækni breytt miklu. „Flutningur okkar í nýtt og minna húsnæði endurspeglar þessa þróun að einhverju marki.“

Í útibúinu er nú unnið í opnu rými og skrifstofur heyra nánast sögunni til. Lögð var áhersla á að bjóða heimilislegt umhverfi, góða hljóðvist og lýsingu. Viðskiptavinir hafa aðgang að tölvum og svo eru í útibúinu tveir hraðbankar sem eru opnir allan sólarhringinn. „Og í þeim er náttúrlega hægt að sinna öllum helstu erindum, hvort sem það er að borga reikninga, millifæra, taka út reiðufé eða hvað eina annað.“

Hvað framtíðina varðar segist Sigursteinn afar bjartsýnn fyrir hönd Vestmannaeyja. „Hér trúi ég að verði áfram blómlegt atvinnulíf og spennandi tímar þegar hér kemur þessi stóra atvinnustarfsemi í tengslum við landeldið. Svo er auðvitað nóg að gera á sumrin yfir ferðamannatímabilið og ég vildi bara óska að það tímabil væri lengra.“ Þar fyrir utan segir hann að gera megi ráð fyrir að tækniþróun í bankastarfsemi haldi áfram að vera hröð, og spennandi sé að fá að taka þátt í því. „Gervigreindin heldur örugglega áfram að setja mark sitt á þetta allt saman,“ segir hann glaðbeittur. „Við lítum hér öll björtum augum fram á veginn.“

Útibússtjórar í Eyjum

Tólf útibússtjórar hafa verið við stjórnvölin hjá Íslandsbanka í Vestmannaeyjum sé saga útibúsins rakin. Lengst starfaði fyrsti útibússtjórinn, Viggó Björnsson, í 27 ár og svo Baldur Ólafsson í 15 ár á sjötta og sjöunda áratugnum.

Viggó Björnsson 1919–1946

Bjarni Sighvatsson 1946–1953

Baldur Ólafsson 1953–1968

Ólafur Helgason 1968–1975

Halldór Guðbjarnason 1975–1980

Vilhjálmur Bjarnason 1980–1987

Aðalsteinn Sigurjónsson 1987–1997

Börkur Grímsson 1997–2003

Magnús Arnar Arngrímsson 2003–2004 Ingi Sigurðsson 2004–2014

Þórdís Úlfarsdóttir 2014–2023

Sigursteinn Bjarni Leifsson 2023

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst