Fálkinn Árni Johnsen frelsaður - myndir
18. nóvember sl. fangaði Ágúst Halldórsson, vélstjóri á Álsey VE, Grænlandsfálka um borð í skipinu. Síðan þá hefur fálkinn, sem fékk nafnið Árni Johnsen, verið í góðu yfirlæti hjá Ágústi og fjölskyldu á Dverghamrinum. Á sunnudaginn var hins vegar komið að kveðjustundinni en þá hafði Árni verið í rúman mánuð í endurhæfingu og meira en tilbúinn til að standa á eigin fótum og takast á við miskunnarleysi náttúrunnar. Frelsunin sjálf var nokkuð tilkomumikil en hún fór fram á svölum heimilis Árna Johnsen við Höfðaból en það var einmitt Árni sjálfur sem hleypti nafna sínum út úr búrinu. Fjöldi manns var saman kominn til að fylgjast með fálkanum sem tók sér andartak til umhugsunar áður en hann lét sig hverfa á brott.
myndir

Nýjustu fréttir

Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.