Fanndís Friðriksdóttir hætt í fótbolta
Fanndís Friðriksdóttir ásamt dóttir sinni, með Mjólkurbikarinn.

Eyjakonan Fanndís Friðriksdóttir, fótboltakona og fyrrum landsliðskona, hefur lagt skóna á hilluna. Hún tilkynnti það á instagram síðu sinni fyrr í dag. 

Fanndís, sem er 35 ára, ólst upp í Vestmannaeyjum og spilaði upp alla yngri flokka ÍBV. Hún hóf meistaflokks ferillinn með Breiðablik og hefur verið ein fremsta fótboltakona landsins í mörg ár.

Hér heima spilaði hún fyrir Val og Breiðablik. Erlendis lék hún með Kolbotn, Arna-Björnar, Marseille og Adelaide United. Alls skoraði hún 188 mörk í 394 KSÍ leikjum á ferlinum. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og tvisvar sinnum með Breiðablik. Þá varð hún þrisvar sinnum bikarmeistari. 

Fanndís lék alls 110 A-landsleiki og skoraði í þeim 17 mörk. Þá fór hún á þrjú Evrópumót með landsliðinu, árin 2009, 2013 og 2017.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.