Eyjakonan Fanndís Friðriksdóttir, fótboltakona og fyrrum landsliðskona, hefur lagt skóna á hilluna. Hún tilkynnti það á instagram síðu sinni fyrr í dag.
Fanndís, sem er 35 ára, ólst upp í Vestmannaeyjum og spilaði upp alla yngri flokka ÍBV. Hún hóf meistaflokks ferillinn með Breiðablik og hefur verið ein fremsta fótboltakona landsins í mörg ár.
Hér heima spilaði hún fyrir Val og Breiðablik. Erlendis lék hún með Kolbotn, Arna-Björnar, Marseille og Adelaide United. Alls skoraði hún 188 mörk í 394 KSÍ leikjum á ferlinum. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og tvisvar sinnum með Breiðablik. Þá varð hún þrisvar sinnum bikarmeistari.
Fanndís lék alls 110 A-landsleiki og skoraði í þeim 17 mörk. Þá fór hún á þrjú Evrópumót með landsliðinu, árin 2009, 2013 og 2017.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst